„Hann var miklu betri en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 17:29 DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á fimmtudag. Vísir / Anton Brink DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga