Skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 19:00 Samfylkingin samþykkti ályktun á flokkstjórnarfundi þar sem flokkurinn fordæmir stríðsglæpi á Gasaströndinni og skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tryggja mannúðaraðstöð og tafarlaust vopnahlér. Aðsent Samfylkingin fordæmir stríðsglæpi Ísraelshers og Hamas og skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð, tafarlaust vopnahlé og að binda enda á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í ályktun sem flokksstjórnarfundur Samfylkingar samþykkti í gær og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir í Facebook-færslu. Þar segir að Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands fordæmi með afgerandi hætti þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið fyrir botni Miðjarðarhafs af hálfu Ísraelshers og Hamas-samtakanna. „Þá skorar Samfylkingin á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð til almennra borgara, tafarlaust vopnahlé og að þrýst verði á Ísrael að fylgja alþjóðalögum og binda endi á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga,“ segir einnig. Í færslunni er rifjað upp hvernig Ísland varð árið 2011 fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu með samhljóða samþykkt Alþingis undir forystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sömu ályktun hafi Alþingi skorað á Ísraela og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna. „Grundvallaratriði er gagnkvæm viðurkenning Ísraelsríkis og Palestínuríkis og að áhersla verði lögð á rétt flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu. Samfylkingin vill árétta þessa afstöðu flokksins og Íslands og skorar á ríkisstjórnina að gera slíkt hið sama,“ segir að lokum í færslunni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 „Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem flokksstjórnarfundur Samfylkingar samþykkti í gær og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir í Facebook-færslu. Þar segir að Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands fordæmi með afgerandi hætti þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið fyrir botni Miðjarðarhafs af hálfu Ísraelshers og Hamas-samtakanna. „Þá skorar Samfylkingin á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð til almennra borgara, tafarlaust vopnahlé og að þrýst verði á Ísrael að fylgja alþjóðalögum og binda endi á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga,“ segir einnig. Í færslunni er rifjað upp hvernig Ísland varð árið 2011 fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu með samhljóða samþykkt Alþingis undir forystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sömu ályktun hafi Alþingi skorað á Ísraela og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna. „Grundvallaratriði er gagnkvæm viðurkenning Ísraelsríkis og Palestínuríkis og að áhersla verði lögð á rétt flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu. Samfylkingin vill árétta þessa afstöðu flokksins og Íslands og skorar á ríkisstjórnina að gera slíkt hið sama,“ segir að lokum í færslunni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 „Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22