Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 21:01 Helga Björg berst við stjórnkerfið vegna nýrrar kennitölu sem þarf að setja á búið eftir fráfall manns hennar í vinnuslysi í mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg. Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg.
Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24
Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32