Er ekki allt komið í lag núna? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 16. október 2023 10:01 Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað. Umhverfið var dauðhreinsað og ekkert örvaði eða gladdi augað eða önnur skynfæri. Þriðjungur þeirra barna sem voru vistuð lengur en einn mánuð hafa fengið örorkumat eða endurhæfingarlífeyri og í hópi vöggustofubarna eru fleiri látnir en í hópi jafnaldra þeirra. Nægir þar að horfa til fimmmenninganna sem fóru fram á skýrsluna en á meðan gerð hennar stóð féllu tveir þeirra frá. Mörg vöggustofubörn hafa greint frá brotinni sjálfsmynd og andlegum jafnt sem líkamlegum veikindum sem urðu ekki skiljanleg fyrr en þau vissu hvað hefði gerst fyrstu árin. Þá er ónefndur skaði mæðranna en margar höfðu unnið sér það eitt til saka að vera fátækar eða í húsnæðisvanda. Ég hvet fólk til að lesa greinargerð Árna Kristjánssonar sagnfræðings, „Þegar hugsjón verður skaðræði í framkvæmd“, en þar rekur hann sögu vöggustofanna í samhengi við samfélagsaðstæður, stjórnmál, misnotkun valds og viðhorf til fátækra fjölskyldna. Afneitun þekkingar Eitt af því sem vakið hefur athygli margra er að fagfólk á þessum tíma vissi mætavel að vöggustofur væru skaðlegar. Vandamálið var ekki fáfræði heldur andóf gegn þekkingu. Þeir fagmenn sem vöruðu við starfsemi vöggustofanna og ítrekuðu þörf barna fyrir nánd voru gerðir tortryggilegir og gagnrýni þeirra sögð af pólitískum toga. Erfitt er að geta sér til um réttlætingu fyrirkomulagsins en eflaust hafa einhverjir staðið í þeirri trú að einfaldara og ódýrara væri að halda húsnæðinu hreinu en að sinna skelfingu lostnum börnum. Hafa viðhorfin breyst? Já, mjög mikið. Í dag myndi ekki hvarfla að nokkrum manni að vöggustofur væru góð hugmynd eða að sótthreinsað umhverfi sé hollt fyrir börn. Engu að síður eiga þarfir barna enn á brattann að sækja. Tengslaþörf þeirra er ekki lengur afgreidd sem pólítík, hún er frekar álitin lúxus. Börn geta jú komist af með lítið. Mótstaðan gegn því að taka þarfir barna alvarlega stafar að hluta til af vanþekkingu en þar með er ekki sagt að þekkingu sé vel tekið, sérstaklega ekki þegar hún gerir auknar kröfur eða lætur okkur líða illa. Í þessu tilviki getur þekking varpað ljósi á sitthvað sem hefði mátt betur fara hjá okkur fullorðna fólkinu, ýmist í samskiptum við foreldra eða eigin börn, og þá finna margir til. Sjálf er ég þeim hópi og sama er að segja um flesta sem ég hef kynnst. Sektarkennd okkar fullorðnu má samt ekki standa í vegi fyrir að við gerum betur en gert var við okkur. Til þess þurfum við að horfa á börn eins og þau eru en ekki eins og við vildum að þau væru. Og hvernig eru börn? Nýfædd börn eru ósjálfbjarga spendýr sem þarfnast öryggis til að þroskast og dafna. Öryggið felst í stöðugri umönnun fólks sem les í þarfir þeirra jafnt og þétt, bregst við þeim á viðeigandi hátt og gleðst yfir þeim, svona oftast nær. Hæfasta fólkið til að annast börn fyrstu tvö æviárin eru yfirleitt foreldrarnir. Það er vegna þess að þeir eru líklegastir til að þykja vænt um barnið og þar af leiðandi viljugri en aðrir til að leggja mjög mikið á sig til að gera líf þess sem bærilegast. Í þeim súrsætu samskiptum verður til tilfinningaleg binding sem á sér engan líka. Umönnun barnsins kennir því að sinna sjálfu sér á sama hátt og því var sinnt. Með mikilli hjálp lærir það að þekkja tilfinningar sína og að takast á við hæfilegt mótlæti sem byggir upp þrautseigju. Barn sem venst því að finna vellíðan hjá fólki sem sýnir því hlýju, áhuga og er til staðar fyrir það leitar síður í mat, efni eða skjái þegar því líður illa. Það leitar frekar í samskipti við aðra. Foreldrar sem mynda sterk tilfinningabönd við börnin sín fyrstu árin verða örugga höfnin þeirra, líka þegar þau verða eldri. Verði langvarandi og alvarlegur misbrestur á að börn fái hlýtt viðmót og svörun við hæfi upplifa þau streitu sem getur haft áhrif á líkamsstarfsemina, bjargráð þeirra, heilaþroska og sjálfsmyndina. Ástæður þess geta verið streita, álag, einangrun, fátækt, veikindi eða kvíði foreldra sem oft eru undir miklu álagi og með misgóða reynslu í farteskinu. Þá er nauðsynlegt að veita þeim hjálp. „Samfélag sem metur börn sín hugsar vel um foreldra þeirra“ Þetta skrifaði John Bowlby, sá hinn sami og vakti athygli á tengslaþörf barna áður en vöggustofurnar voru opnaðar. Og hvernig hugsum við vel um foreldra? Með því að gera stuðning fyrir þá aðgengilegan ekki seinna en á meðgöngu; praktískan, fjárhagslegan og tilfinningalegan. Barneignir eru krefjandi og nærgöngular og geta hæglega raskað jafnvægi fólks þegar það þarf að setja sig í spor ósjálfbjarga manneskju 24 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Stuðningur við foreldra og börn er ekki greiði við þau heldur grundvallarþáttur velferðarsamfélags. Við bárum gæfu til að lengja fæðingarorlofið í eitt ár en hvað gerist að því loknu? Þá bjóðum við foreldrum upp á þá vonlausu stöðu að þurfa samtímis að vinna utan heimilis og vera heima hjá barni. Streita foreldra sem fylgir óvissunni og áhyggjunum, fjárhagslegum og tilfinningalegum, er til þess fallin að ræna þá gleði og jafnvægi sem börnum er nauðsyn. Þessar aðstæður eru óboðlegar börnum og foreldrum þeirra. Við erum í sjokki yfir nísku og skammsýni þeirra sem réðu örlögum barna í „gamla daga“ en hvernig ætli rannsóknarskýrslur framtíðar meti núverandi ástand? Hvað með leikskólana? Meiri áhersla á tengsl gerir leikskóla ekki óþarfa eða slæman kost fyrir ung börn ef almennilega er að þeim staðið. Í fjarveru foreldranna verða börn að hafa greiðan aðgang að öðru fólki sem þau geta treyst á og tengst. Þess vegna er lykilatriði að leikskólar séu vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur áhuga og skilning á þörfum ungra barna og er fært um að veita þeim öryggistilfinningu. Góðir leikskólar eru nauðsynlegur valkostur fyrir þá foreldra sem vilja eða þurfa að fá aðra til að annast börnin sín en þeir standa og falla með starfsfólkinu sem vitaskuld þarf að fá umbun við hæfi. Það er meinloka að halda að umönnun barna geti verið ódýr Spurningin er bara hvort við notum sameiginlega fjármuni til að byrgja brunna eða veiða börn upp úr þeim. Á meðan við vanrækjum tengslaþarfir barna og umgöngumst þau eins og litlar fullorðnar manneskjur sem eigi að bjarga sér sjálfar er rökrétt að staðan sé eins og hún er í dag: Vaxandi geðlyfjanotkun, versnandi tjáskiptafærni, tilfinningalegt ólæsi, kvíði, þunglyndi, átraskanir, sjálfskaði, ásókn í skjái og endalausir biðlistar barna og unglinga eftir hjálp. Heldur einhver að þetta sé ódýrt? Þarfir barna hverfa ekki við það að sniðganga þær. Vanræktar þarfir breyta einfaldlega um form og dúkka upp fyrr eða síðar sem hegðunarvandi eða sjúkdómar. Ef einhver telur þetta vera orðum aukið bendi ég á ACE rannsóknirnar (e. Adverse Childhood Experiences) um áhrif áfalla í barnæsku. Og ef einhver vill vita hvernig við fáum mest út úr þeim fjármunum sem fara í að styðja við fjölskyldur bendi ég á rannsóknir hagfræðinga, til dæmis James Heckman. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað. Umhverfið var dauðhreinsað og ekkert örvaði eða gladdi augað eða önnur skynfæri. Þriðjungur þeirra barna sem voru vistuð lengur en einn mánuð hafa fengið örorkumat eða endurhæfingarlífeyri og í hópi vöggustofubarna eru fleiri látnir en í hópi jafnaldra þeirra. Nægir þar að horfa til fimmmenninganna sem fóru fram á skýrsluna en á meðan gerð hennar stóð féllu tveir þeirra frá. Mörg vöggustofubörn hafa greint frá brotinni sjálfsmynd og andlegum jafnt sem líkamlegum veikindum sem urðu ekki skiljanleg fyrr en þau vissu hvað hefði gerst fyrstu árin. Þá er ónefndur skaði mæðranna en margar höfðu unnið sér það eitt til saka að vera fátækar eða í húsnæðisvanda. Ég hvet fólk til að lesa greinargerð Árna Kristjánssonar sagnfræðings, „Þegar hugsjón verður skaðræði í framkvæmd“, en þar rekur hann sögu vöggustofanna í samhengi við samfélagsaðstæður, stjórnmál, misnotkun valds og viðhorf til fátækra fjölskyldna. Afneitun þekkingar Eitt af því sem vakið hefur athygli margra er að fagfólk á þessum tíma vissi mætavel að vöggustofur væru skaðlegar. Vandamálið var ekki fáfræði heldur andóf gegn þekkingu. Þeir fagmenn sem vöruðu við starfsemi vöggustofanna og ítrekuðu þörf barna fyrir nánd voru gerðir tortryggilegir og gagnrýni þeirra sögð af pólitískum toga. Erfitt er að geta sér til um réttlætingu fyrirkomulagsins en eflaust hafa einhverjir staðið í þeirri trú að einfaldara og ódýrara væri að halda húsnæðinu hreinu en að sinna skelfingu lostnum börnum. Hafa viðhorfin breyst? Já, mjög mikið. Í dag myndi ekki hvarfla að nokkrum manni að vöggustofur væru góð hugmynd eða að sótthreinsað umhverfi sé hollt fyrir börn. Engu að síður eiga þarfir barna enn á brattann að sækja. Tengslaþörf þeirra er ekki lengur afgreidd sem pólítík, hún er frekar álitin lúxus. Börn geta jú komist af með lítið. Mótstaðan gegn því að taka þarfir barna alvarlega stafar að hluta til af vanþekkingu en þar með er ekki sagt að þekkingu sé vel tekið, sérstaklega ekki þegar hún gerir auknar kröfur eða lætur okkur líða illa. Í þessu tilviki getur þekking varpað ljósi á sitthvað sem hefði mátt betur fara hjá okkur fullorðna fólkinu, ýmist í samskiptum við foreldra eða eigin börn, og þá finna margir til. Sjálf er ég þeim hópi og sama er að segja um flesta sem ég hef kynnst. Sektarkennd okkar fullorðnu má samt ekki standa í vegi fyrir að við gerum betur en gert var við okkur. Til þess þurfum við að horfa á börn eins og þau eru en ekki eins og við vildum að þau væru. Og hvernig eru börn? Nýfædd börn eru ósjálfbjarga spendýr sem þarfnast öryggis til að þroskast og dafna. Öryggið felst í stöðugri umönnun fólks sem les í þarfir þeirra jafnt og þétt, bregst við þeim á viðeigandi hátt og gleðst yfir þeim, svona oftast nær. Hæfasta fólkið til að annast börn fyrstu tvö æviárin eru yfirleitt foreldrarnir. Það er vegna þess að þeir eru líklegastir til að þykja vænt um barnið og þar af leiðandi viljugri en aðrir til að leggja mjög mikið á sig til að gera líf þess sem bærilegast. Í þeim súrsætu samskiptum verður til tilfinningaleg binding sem á sér engan líka. Umönnun barnsins kennir því að sinna sjálfu sér á sama hátt og því var sinnt. Með mikilli hjálp lærir það að þekkja tilfinningar sína og að takast á við hæfilegt mótlæti sem byggir upp þrautseigju. Barn sem venst því að finna vellíðan hjá fólki sem sýnir því hlýju, áhuga og er til staðar fyrir það leitar síður í mat, efni eða skjái þegar því líður illa. Það leitar frekar í samskipti við aðra. Foreldrar sem mynda sterk tilfinningabönd við börnin sín fyrstu árin verða örugga höfnin þeirra, líka þegar þau verða eldri. Verði langvarandi og alvarlegur misbrestur á að börn fái hlýtt viðmót og svörun við hæfi upplifa þau streitu sem getur haft áhrif á líkamsstarfsemina, bjargráð þeirra, heilaþroska og sjálfsmyndina. Ástæður þess geta verið streita, álag, einangrun, fátækt, veikindi eða kvíði foreldra sem oft eru undir miklu álagi og með misgóða reynslu í farteskinu. Þá er nauðsynlegt að veita þeim hjálp. „Samfélag sem metur börn sín hugsar vel um foreldra þeirra“ Þetta skrifaði John Bowlby, sá hinn sami og vakti athygli á tengslaþörf barna áður en vöggustofurnar voru opnaðar. Og hvernig hugsum við vel um foreldra? Með því að gera stuðning fyrir þá aðgengilegan ekki seinna en á meðgöngu; praktískan, fjárhagslegan og tilfinningalegan. Barneignir eru krefjandi og nærgöngular og geta hæglega raskað jafnvægi fólks þegar það þarf að setja sig í spor ósjálfbjarga manneskju 24 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Stuðningur við foreldra og börn er ekki greiði við þau heldur grundvallarþáttur velferðarsamfélags. Við bárum gæfu til að lengja fæðingarorlofið í eitt ár en hvað gerist að því loknu? Þá bjóðum við foreldrum upp á þá vonlausu stöðu að þurfa samtímis að vinna utan heimilis og vera heima hjá barni. Streita foreldra sem fylgir óvissunni og áhyggjunum, fjárhagslegum og tilfinningalegum, er til þess fallin að ræna þá gleði og jafnvægi sem börnum er nauðsyn. Þessar aðstæður eru óboðlegar börnum og foreldrum þeirra. Við erum í sjokki yfir nísku og skammsýni þeirra sem réðu örlögum barna í „gamla daga“ en hvernig ætli rannsóknarskýrslur framtíðar meti núverandi ástand? Hvað með leikskólana? Meiri áhersla á tengsl gerir leikskóla ekki óþarfa eða slæman kost fyrir ung börn ef almennilega er að þeim staðið. Í fjarveru foreldranna verða börn að hafa greiðan aðgang að öðru fólki sem þau geta treyst á og tengst. Þess vegna er lykilatriði að leikskólar séu vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur áhuga og skilning á þörfum ungra barna og er fært um að veita þeim öryggistilfinningu. Góðir leikskólar eru nauðsynlegur valkostur fyrir þá foreldra sem vilja eða þurfa að fá aðra til að annast börnin sín en þeir standa og falla með starfsfólkinu sem vitaskuld þarf að fá umbun við hæfi. Það er meinloka að halda að umönnun barna geti verið ódýr Spurningin er bara hvort við notum sameiginlega fjármuni til að byrgja brunna eða veiða börn upp úr þeim. Á meðan við vanrækjum tengslaþarfir barna og umgöngumst þau eins og litlar fullorðnar manneskjur sem eigi að bjarga sér sjálfar er rökrétt að staðan sé eins og hún er í dag: Vaxandi geðlyfjanotkun, versnandi tjáskiptafærni, tilfinningalegt ólæsi, kvíði, þunglyndi, átraskanir, sjálfskaði, ásókn í skjái og endalausir biðlistar barna og unglinga eftir hjálp. Heldur einhver að þetta sé ódýrt? Þarfir barna hverfa ekki við það að sniðganga þær. Vanræktar þarfir breyta einfaldlega um form og dúkka upp fyrr eða síðar sem hegðunarvandi eða sjúkdómar. Ef einhver telur þetta vera orðum aukið bendi ég á ACE rannsóknirnar (e. Adverse Childhood Experiences) um áhrif áfalla í barnæsku. Og ef einhver vill vita hvernig við fáum mest út úr þeim fjármunum sem fara í að styðja við fjölskyldur bendi ég á rannsóknir hagfræðinga, til dæmis James Heckman. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar