„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 08:01 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fótboltaþjálfari Vísir/Diego Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Siggi Raggi lét af störfum sem þjálfari Bestu deildar liðs Keflavíkur á síðasta tímabili og nú leitar hann að stað til þess að hefja næsta kafla á sínum þjálfaraferli. Hvernig er að vera í þessari stöðu? „Þetta er hluti af því að starfa sem þjálfari,“ svarar Siggi Raggi. „Knattspyrnusamband Evrópu var að birta niðurstöðu úr rannsókn sinni og þar sést svart á hvítu að meðal starfstími þjálfara í efstu deildum Evrópu er 1,3 ár. Það lenda meira og minna allir þjálfarar einhvern tímann í því á ferlinum að vera án starfs. Stundum er það út af lélegum árangri en stundum vegna þess að stjórnir félaganna hafa ákveðið að gera breytingar. Það eru afskaplega fáir þjálfarar sem ná því að starfa lengi hjá sama félaginu.“ Það sé náttúrulega mikill galli við starfið. „Því á sama tíma eru félög oft að tala um að vilja fara í uppbyggingu. En svo eru þjálfarar oft látnir fara innan skamms tíma. Þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekist á við sem þjálfari. Maður verður að vera sveigjanlegur í þessu starfi. Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu. Þá þarftu að vera tilbúinn í að flytja erlendis, starfa úti á landsbyggðinni eða fara í deild neðar og skoða hvað sem losnar. Eða vera tilbúinn í að vera atvinnulaus í lengri tíma og finna þér þá eitthvað annað.“ Þjálfarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. „Aðalþjálfarastarfið er orðið gríðarlega viðamikið starf. Hérna í gamla daga var boltapoka og keilum hent í þig eftir að þú hafðir skrifað undir þjálfarasamning. Svo er þér bara óskað góðs gengis. Starfið er núna orðið þannig að þú ert að stýra fullt af fólki í teymi. Þú þarft bæði þekkingu og reynslu til þess. Liðin eru komin með aðstoðar-, markmanns- og styrktarþjálfara. Stundum er þetta fólk í fullu starfi líka. Þá eru félögin einnig farin að spá meira í leikmannamálunum sínum. Það eru fengnir inn leikgreinendur og tól tengd því. Þá koma inn í þetta margvíslegir þættir tengdir samskiptum við hina og þessa. Þetta er orðið gríðarlega viðamikið starf og erfitt að gera það í dag án þess að vera í fullu starfi. Ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti og ná árangri.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira