Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 19:47 Þrír voru fluttir á slysadeild vegna brunans, þar af einn í lífshættu. Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37