Grænir kjarasamningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 17. október 2023 07:31 Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun