Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri Friðrik Sigurðsson skrifar 18. október 2023 17:01 Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar