Utanríkisráðherra segir fórnarlömbin ekki spyrja hver skaut Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2023 19:31 Bjarni Benediktsson er nýskipaður utanríkisráðherra. Vísir/Einar Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira