Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 23:53 Hvarf Natalee Holloway hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. AP Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores. Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores.
Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent