Elvar með fyrstu þrennuna sem sést hefur í Meistaradeildinni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 09:31 Elvar Már Friðriksson fór á kostum í leiknum í gær og afrekaði það sem enginn leikmaður á útivelli hefur gert áður í Meistaradeildinni í körfubolta. @basketballcl Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er einstakur í sögu Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir frammistöðu sína í Istanbul í Tyrklandi í gærkvöldi. Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl) Körfubolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl)
Körfubolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum