Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2023 11:38 Málið verður þingfest um miðjan nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Tvær konur af þremur eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Vísir/Arnar Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira