„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 13:35 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira