Mýrin uppi á Brekku er byrjuð að taka á sig mynd og verið að byggja við Barnaskólann.
Enn þá er tæpur áratugur þar til Glerárþorp er lagt undir Akureyrarkaupstað. Akureyrarkirkja var vígð árið 1940 og leysti þar með af hólmi kirkjuna gömlu í Aðalstræti.

Meðfylgjandi myndir eru í eigu Akureyringsins Karels Rafnssonar og munu án efa vekja upp hlýjar minningar hjá þeim sem voru uppi á þessum árum.
Að sögn Karels eru myndirnar úr myndaalbúmi afabróður hans Guðmundar Bergmanns Jónssonar.
„Hann ferðaðist til Akureyrar, sirka á árunum 1946 til 1948 og tók þessar í þeirri ferð, líklega sinni fyrstu til Akureyrar.“









