Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2023 22:12 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir mótið sem var haldið í sumar Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana. Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana.
Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira