„Þú ert með völdin!“ Kristín Ólafsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 11:59 Mótmælendur ræða hér við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að hún hafði tekið á móti undirskriftalistanum. Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira