Hinn 32 ára gamli Andri Rúnar er uppalinn á Bolungarvík og hóf ferilinn með BÍ/Bolungarvík þar sem hann fór með liðinu alla leið upp í næst efstu deild. Þaðan lá leiðin til Víkings og svo til Grindavíkur þar sem hann sprakk út.
Árið 2018 samdi hann við Helsingborg í Svíþjóð áður en hann fór til Kaiserslautern í Þýskalandi og svo Esbjerg í Danmörku. Hann gekk í raðir ÍBV á síðasta ári og samdi svo við Val fyrir nýafstaðið tímabil.
Andri Rúnar Bjarnason er kominn heim pic.twitter.com/ANZsXfNThl
— Vestri - Fótbolti (@VestriF) October 20, 2023
Tækifærin voru af skornum skammti hjá Val og nú hefur Vestri tilkynnt að Andri Rúnar sé að ganga aftur í raðir félagsins. Hann því að öllum líkindum leika í fremstu víglínu þegar liðið stígur sin fyrstu skref í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hversu langan samning Andri Rúnar skrifar undir.
Andri Rúnar hefur spilað fimm A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 1 mark. Hann á að baki 336 KSÍ-leiki og hefur skorað í þeim 140 mörk. Þar af eru 86 leikir og 35 mörk í efstu deild.