Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:22 Vilborg Halldórsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju. Vísir/Getty Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira