Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 11:01 „Já ég er að tala við þig,“ gæti José Mourinho verið að segja hér. Silvia Lore/Getty Images Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira