„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 12:01 Tómas Valur (til hægri) er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum