Læknamistök ógildu UFC bardaga Ankalaev og Walker Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 10:20 Brasilíumaðurinn Johnny Walker og Rússinn Magomed Ankalaev bíða eftir niðursstöðu bardagans en hún var engin. Hvorugur var nefnilega lýstur sigurvegari. Getty/Chris Unger Engin niðurstaða fékkst úr bardaga Magomed Ankalaev og Johnny Walker á bardagakvöldi UFC í Abu Dhabi um helgina og það af mjög sérstakri ástæðu. Það er óhætt að segja að endir bardagans hafi verið umdeildur og hreinlega óskiljanlegur fyrir bæði marga áhorfendur og sérfræðinga. Ankalaev og Walker höfðu báðir hug á því að stimpla sig inn í léttþungavigtina sem alvöru kandídatar en standa nú uppi án niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Ankalaev braut reglur með ólöglegu hnésparki þegar Walker var á gólfinu og dómarinn stöðvaði bardagann í kjölfarið. Áður en keppni hófst á ný þurfti læknir keppninnar að meta ástandið á Walker sem hafði þarna fengið hné í hökuna. Læknirinn fékk aftur á móti engin svör þegar hann reyndi að spyrja Brasilíumanninn spurninga til að meta ástand hans. Eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð Walker þá ákvað læknirinn að enda bardagann því Walker gæti að hans mati ekki haldið áfram. Það reyndust vera mistök því það var ekkert að Walker. Walker var líka mjög ósáttur með það og ætlaði að halda áfram keppni. Ankalaev var líka mjög pirraður yfir þessu. Þetta þýddi að þegar kom að því að tilkynna um sigurvegara var það ekki hægt. Svo mikið gekk á í hringnum eftir þetta að Dana White, forstjóri UFC, mætti í búrið og ræddi við báða bardagamennina. View this post on Instagram A post shared by MMA Junkie (@mmajunkie) MMA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Það er óhætt að segja að endir bardagans hafi verið umdeildur og hreinlega óskiljanlegur fyrir bæði marga áhorfendur og sérfræðinga. Ankalaev og Walker höfðu báðir hug á því að stimpla sig inn í léttþungavigtina sem alvöru kandídatar en standa nú uppi án niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Ankalaev braut reglur með ólöglegu hnésparki þegar Walker var á gólfinu og dómarinn stöðvaði bardagann í kjölfarið. Áður en keppni hófst á ný þurfti læknir keppninnar að meta ástandið á Walker sem hafði þarna fengið hné í hökuna. Læknirinn fékk aftur á móti engin svör þegar hann reyndi að spyrja Brasilíumanninn spurninga til að meta ástand hans. Eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð Walker þá ákvað læknirinn að enda bardagann því Walker gæti að hans mati ekki haldið áfram. Það reyndust vera mistök því það var ekkert að Walker. Walker var líka mjög ósáttur með það og ætlaði að halda áfram keppni. Ankalaev var líka mjög pirraður yfir þessu. Þetta þýddi að þegar kom að því að tilkynna um sigurvegara var það ekki hægt. Svo mikið gekk á í hringnum eftir þetta að Dana White, forstjóri UFC, mætti í búrið og ræddi við báða bardagamennina. View this post on Instagram A post shared by MMA Junkie (@mmajunkie)
MMA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira