Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2023 20:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs telja aðgerðir Seðlabankans hafa haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Vísir/Hjalti Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri. Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda á landinu milli ára eða næstum sjötíu prósent samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar sem kom út í morgun. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur að margt komi til. „Launahækkanir, hækkandi verð aðfanga, aukinn vaxta- og fjármagnskostnaður. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu lækkaði líka skyndilega um mitt ár fór úr hundrað prósentum í ríflega þriðjung, þannig að það er einfaldlega mun dýrara að byggja íbúðir nú en fyrir ári,“ segir Sigurður. Ekki lóðaskortur í Reykjavík Sigurður segir að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði leiti verktakar enn að nýjum verkefnum en lóðaskortur hamli uppbyggingu. „Heilt yfir er það þannig á markaðnum hvort sem það er í Reykjavík eða annars staðar að það vantar lóðir. Við sjáum að á sama tíma og það hefur hægt á sölu íbúða á markaði og uppbygging dregist saman, er einfaldlega slegist um hverja einustu lóð sem boðin er til sölu. Aðili sem vill ráðast í uppbyggingu á íbúðamarkaði hefur ekki um auðugan garð að gresja. Það er einfaldlega skortur á lóðum fyrir þá sem vilja byggja,“ segir Sigurður. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir þetta ekki eiga við um Reykjavík. „Nú er staðan sú að það er nóg af lóðum í Reykjavík, ég bendi á að inn á vef borgarinnar kemur t.d. fram að 2.800 íbúðir eru á byggingarhæfum lóðum. Við höfðum hins vegar til annarra sveitarfélaga að bjóða nýjar lóðir líkt og við höfum gert með rammasamkomulagi borgarinnar við stjórnvöld,“ segir Einar og bendir á að það sé fjármagnskostnaður sem haldi aftur af nýjum verkefnum sem sé alvarlegt. Seðlabankinn beri mikla ábyrgð á ástandinu Á sama tíma hefur eftirspurn eftir nýju húsnæði líka dregist mikið saman. Í nýjum tölum HMS kemur fram að fullbúnar íbúðir sem ekki eru teknar í notkun eru sex hundruð prósent fleiri nú en í fyrra. Þetta eru íbúðir sem bíða nýrra kaupenda. Flestar eða næstum þriðjungur þeirra er í Reykjavík. Sigurður Hannesson hjá SI telur að Seðlabankinn beri ábyrgð á þessari þróun. „Eftirspurninni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Annars vegar með háum vöxtum og hins vegar með strangari skilyrðum þegar kemur að greiðslumati hjá bönkunum,“ segir Sigurður. Hann segir erfitt að meta hvaða áhrif þetta muni hafa á verð fasteigna á næstunni en býst við hækkunum á næstu árum verði ekki gripið inn í. „Við verðum að muna að það tekur að jafnaði um tvö ár að byggja þar til hægt er að flytja inn. Þannig áhrifin af þessu koma fram eftir tvö til þrjú ár. Við erum að sigla inn í býsna erfitt ástand á húsnæðismarkaði ef ekkert verður að gert,“ segir hann. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að vissulega hafi Seðlabankinn áhrif á þennan markað. „Ég ætla ekki að gagnrýna Seðlabankann fyrir hans aðgerðir. En ég geri ráð fyrir að hann sé mjög meðvitaður um afleiðingar þess að húsnæðisuppbygging haldi ekki dampi eins og staðan er í dag. Það endar bara með meiri verðbólgu þegar þessar íbúðir koma um síðir inn á markaðinn,“ segir Einar. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala er á sama máli. „Verðið á fasteignamarkaðnum hefur staðið í stað. Ástæðan er að Seðlabankinn heldur markaðnum svolítið niðri. Hann er með mjög háa vexti þannig að skilyrðin eru erfið og hreyfingin minni núna. Á sama tíma hleðst upp á eftirspurnarhliðinni á húsnæðismarkaði,“ segir Monika. Unga fólkið lengur í foreldrahúsum Monika segir að þetta ástand þýði að erfiðara sé fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Unga fólkið er náttúrulega lengur heima því það hefur ekki ráð á fasteignakaupum. Miðað við núverandi stöðu gæti húsnæði hins vegar hækkað á næstu árum því það er ekki verið að framleiða nóg í dag. Þannig að það sér ekki endanlega fyrir endann á þessu ástandi miðað við núverandi stöðu,“ segir Monika. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda á landinu milli ára eða næstum sjötíu prósent samkvæmt nýrri talningu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar sem kom út í morgun. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur að margt komi til. „Launahækkanir, hækkandi verð aðfanga, aukinn vaxta- og fjármagnskostnaður. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu lækkaði líka skyndilega um mitt ár fór úr hundrað prósentum í ríflega þriðjung, þannig að það er einfaldlega mun dýrara að byggja íbúðir nú en fyrir ári,“ segir Sigurður. Ekki lóðaskortur í Reykjavík Sigurður segir að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði leiti verktakar enn að nýjum verkefnum en lóðaskortur hamli uppbyggingu. „Heilt yfir er það þannig á markaðnum hvort sem það er í Reykjavík eða annars staðar að það vantar lóðir. Við sjáum að á sama tíma og það hefur hægt á sölu íbúða á markaði og uppbygging dregist saman, er einfaldlega slegist um hverja einustu lóð sem boðin er til sölu. Aðili sem vill ráðast í uppbyggingu á íbúðamarkaði hefur ekki um auðugan garð að gresja. Það er einfaldlega skortur á lóðum fyrir þá sem vilja byggja,“ segir Sigurður. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir þetta ekki eiga við um Reykjavík. „Nú er staðan sú að það er nóg af lóðum í Reykjavík, ég bendi á að inn á vef borgarinnar kemur t.d. fram að 2.800 íbúðir eru á byggingarhæfum lóðum. Við höfðum hins vegar til annarra sveitarfélaga að bjóða nýjar lóðir líkt og við höfum gert með rammasamkomulagi borgarinnar við stjórnvöld,“ segir Einar og bendir á að það sé fjármagnskostnaður sem haldi aftur af nýjum verkefnum sem sé alvarlegt. Seðlabankinn beri mikla ábyrgð á ástandinu Á sama tíma hefur eftirspurn eftir nýju húsnæði líka dregist mikið saman. Í nýjum tölum HMS kemur fram að fullbúnar íbúðir sem ekki eru teknar í notkun eru sex hundruð prósent fleiri nú en í fyrra. Þetta eru íbúðir sem bíða nýrra kaupenda. Flestar eða næstum þriðjungur þeirra er í Reykjavík. Sigurður Hannesson hjá SI telur að Seðlabankinn beri ábyrgð á þessari þróun. „Eftirspurninni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Annars vegar með háum vöxtum og hins vegar með strangari skilyrðum þegar kemur að greiðslumati hjá bönkunum,“ segir Sigurður. Hann segir erfitt að meta hvaða áhrif þetta muni hafa á verð fasteigna á næstunni en býst við hækkunum á næstu árum verði ekki gripið inn í. „Við verðum að muna að það tekur að jafnaði um tvö ár að byggja þar til hægt er að flytja inn. Þannig áhrifin af þessu koma fram eftir tvö til þrjú ár. Við erum að sigla inn í býsna erfitt ástand á húsnæðismarkaði ef ekkert verður að gert,“ segir hann. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að vissulega hafi Seðlabankinn áhrif á þennan markað. „Ég ætla ekki að gagnrýna Seðlabankann fyrir hans aðgerðir. En ég geri ráð fyrir að hann sé mjög meðvitaður um afleiðingar þess að húsnæðisuppbygging haldi ekki dampi eins og staðan er í dag. Það endar bara með meiri verðbólgu þegar þessar íbúðir koma um síðir inn á markaðinn,“ segir Einar. Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala er á sama máli. „Verðið á fasteignamarkaðnum hefur staðið í stað. Ástæðan er að Seðlabankinn heldur markaðnum svolítið niðri. Hann er með mjög háa vexti þannig að skilyrðin eru erfið og hreyfingin minni núna. Á sama tíma hleðst upp á eftirspurnarhliðinni á húsnæðismarkaði,“ segir Monika. Unga fólkið lengur í foreldrahúsum Monika segir að þetta ástand þýði að erfiðara sé fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn. „Unga fólkið er náttúrulega lengur heima því það hefur ekki ráð á fasteignakaupum. Miðað við núverandi stöðu gæti húsnæði hins vegar hækkað á næstu árum því það er ekki verið að framleiða nóg í dag. Þannig að það sér ekki endanlega fyrir endann á þessu ástandi miðað við núverandi stöðu,“ segir Monika.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira