Talinn hafa stefnt fólki í lífshættu með því að aka vísvitandi á annan bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 14:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hringveginum í Hamarsfirði á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli manns sem er grunaður um að keyra bíl sínum vísvitandi á annan bíl og lagt líf fólks sem var í þeim bíl í hættu. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins. Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins.
Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira