Stóru viðskiptabankarnir þrír lokaðir á morgun Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 16:35 Landsbankinn, Íslandsbanki, og Arion banki munu loka útibúum sínum vegna kvennaverkfallsins. Vísir Landsbankinn og Íslandsbanki munu loka útibúum sínum um allt land vegna kvennaverkfallsins á morgun. Fyrr í dag var greint frá því að Arion banki myndi loka af sömu ástæðu. Þar af leiðandi verða útibú stóru viðskiptabankanna þriggja lokuð. Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst. Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst.
Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira