Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 08:00 Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og félagar hennar í Framliðinu fengu frestun á leik sínum vegna Kvennaverkfallsins. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra. Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira