Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 13:14 Wlodzimierz Czarzasty, Szymon Holownia, Donald Tusk og Władyslaw Kosiniak-Kamysz, leiðtogar stjórnarandstöðuflokka sem vilja mynda nýja ríkisstjórn. AP Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04