Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. október 2023 08:26 Skjálftinn mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38