Ráðamenn hafi engan áhuga á ófremdarástandi á lánamarkaði Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 11:06 Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Bylgjan Fasteignasali segir að húsnæðislánakerfið hér á landi hafi ekkert skánað á þeim fjörutíu árum síðan verðtrygging var innleidd. „Fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér.“ Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan: Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta sagði Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, þegar hún ræddi stöðuna á húsnæðismarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur fengu Ingibjörgu í viðtal eftir að hafa heyrt af neytanda sem greiðir mánaðarlega 449 þúsund krónur af húsnæðisláni, þar af aðeins 6.780 krónur inn á höfuðstól lánsins. „Þetta er náttúrulega hlutur sem er búið að ræða í áratugi, í raun allt frá því að verðtryggingu var skellt á árið 1980, með þessum Ólafslögum svokölluðu, og þetta átti að vera til skammst tíma. Það var mikil verðbólga í kringum 1980 til 1983, þegar Sigtúnshópurinn var að berjast. Það eru fjörutíu ár síðan og í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Fólk hætti síðast að greiða af láninu Ingibjörg segir að fólk reyni eftir fremsta megni að greiða af húsnæðisláninu og geti þar af leiðandi jafnvel ekki greitt fyrir hádegismat barna sinna í skólanum. „Þetta bitnar náttúrulega harðast á þeim sem eru tiltölulega nýbúin að koma sér út á markað og þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar?“ Ráðamenn hafi takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin Ingibjörg segir að nú sé fólki boðið upp á að greiða allt að þrefalda afborgun frá því sem að best lét, þeim sem tóku lán á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisaði og reynt var að hreyfa við húsnæðismarkaði. „Ég leyfi mér að segja það að ég er farin að efast um að ráðamenn okkar, sem eru ríkisstjórnin og þeir sem sitja á þingi, skilji þetta og að þeir hafi afar takmarkaðan áhuga á því að setja sig inn í þessi mál. Það eru of margir sem synda fram hjá og segja „þetta er ekki mitt vandamál.“.“ Viðtal við Ingibjörgu má heyra í heild sinni hér að neðan:
Bítið Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira