Hrútarnir spörkuðu sparkaranum eftir slæma helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 17:01 Brett Maher er nú atvinnulaus eftir að hann var látinn fara frá Los Angeles Rams. Getty/Harry How NFL sparkarinn Brett Maher er atvinnulaus eftir slaka frammistöðu sína um helgina en hann var látinn fara tveimur dögum eftir hörmungarframmistöðu sína með Los Angeles Rams á móti Pittsburgh Steelers. Í staðinn ætla Hrútarnir að fá til sín fyrrum sparkara Indianapolis Colts en sá heitir Lucas Havrisik og hefur verið með æfingaliði Cleveland Browns. Maher klikkaði á þremur mikilvægum spörkum í leik Rams um helgina þegar liðið tapaði 17-24 á móti Pittsburgh Steelers á heimavelli sínum. : #Rams cut Kicker Brett Maher after he missed two FGs against the #Steelers on Sunday. pic.twitter.com/SEX4merzDo— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 24, 2023 Maher náði ekki að nýta tvær vallarmarkstilraunir af 51 og 53 jörum og svo klikkaði hann einnig á einu aukastigi. Hann hefur nýtt 74 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Þetta er harður heimur að vera sparkari í NFL þar sem einn slæmur leikur getur kostað þig starfið. Maher nýtt öll fjögur spörkin sín vikuna áður og var þriðji stighæsti sparkari NFL deildarinnar til þess að tímabilinu. Brett Maher er 33 ára gamall og var á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Rams. Hann lék með Dallas Cowboys í fyrra og bæði Arizona Cardinals og New Orleans Saints tímabilið þar á undan. „Hann verður að gera betur. Þetta eru sjö stig sem við misstum af og þetta var á gríðarlega mikilvægum tímapunktum í leiknum,“ sagði Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams, eftir leikinn. Maher kom í staðinn fyrir hinn trausta Matt Gay sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Indianapolis Colts sem mun skila honum 22,5 milljónum dollara eða meira en þremur milljörðum króna. The Rams have officially released Brett Maher after his three missed kicks in Sunday's loss to the Steelers.Maher made 17 of 23 field goal attempts and 12 of 13 PATs. pic.twitter.com/lkBqkl4do5— RambLAng Man (@RambLAngMan) October 24, 2023 NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira
Í staðinn ætla Hrútarnir að fá til sín fyrrum sparkara Indianapolis Colts en sá heitir Lucas Havrisik og hefur verið með æfingaliði Cleveland Browns. Maher klikkaði á þremur mikilvægum spörkum í leik Rams um helgina þegar liðið tapaði 17-24 á móti Pittsburgh Steelers á heimavelli sínum. : #Rams cut Kicker Brett Maher after he missed two FGs against the #Steelers on Sunday. pic.twitter.com/SEX4merzDo— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 24, 2023 Maher náði ekki að nýta tvær vallarmarkstilraunir af 51 og 53 jörum og svo klikkaði hann einnig á einu aukastigi. Hann hefur nýtt 74 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Þetta er harður heimur að vera sparkari í NFL þar sem einn slæmur leikur getur kostað þig starfið. Maher nýtt öll fjögur spörkin sín vikuna áður og var þriðji stighæsti sparkari NFL deildarinnar til þess að tímabilinu. Brett Maher er 33 ára gamall og var á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Rams. Hann lék með Dallas Cowboys í fyrra og bæði Arizona Cardinals og New Orleans Saints tímabilið þar á undan. „Hann verður að gera betur. Þetta eru sjö stig sem við misstum af og þetta var á gríðarlega mikilvægum tímapunktum í leiknum,“ sagði Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams, eftir leikinn. Maher kom í staðinn fyrir hinn trausta Matt Gay sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Indianapolis Colts sem mun skila honum 22,5 milljónum dollara eða meira en þremur milljörðum króna. The Rams have officially released Brett Maher after his three missed kicks in Sunday's loss to the Steelers.Maher made 17 of 23 field goal attempts and 12 of 13 PATs. pic.twitter.com/lkBqkl4do5— RambLAng Man (@RambLAngMan) October 24, 2023
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sjá meira