Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 14:55 Helgi Áss Grétarsson, í forgrunni, og Hannes Hlífar Stefánsson eru báðir stórmeistarar í skák. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar. Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“ Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“
Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira