Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 12:01 Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka ungra bænda aðsend Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Yfirskrift fundarins er: Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita og er haldinn vegna þungrar stöðu í greininni. „Við gerum það ekkert að gamni okkar að halda svona baráttufund heldur stöndum við bara frammi fyrir því að það er ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði,“ sagði Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda. Króuð út í horn Hvað er það helst sem gerir þetta svona erfitt? „Það hefur kannski verið hægt sígandi afkomuvandi síðustu ár og jafnvel yfir lengra tímabil og það hefur kannski ekki verið mikið afgangs. Síðustu tvö ár hafa aðföng hækkað verulega og vaxtastigið núna er það sem setur naglann í kistuna hjá okkur og í raun ekkert svigrúm til að takast á við það og við erum orðin króuð úti í horni hvað það varðar.“ Hann segir að endurhugsa þurfi fjármögnun í landbúnaði. „Að hver kynslóð þurfi ekki að klífa sömu brekkuna sem er núna ókleifur hamar og það myndi veita okkur svigrúm líka til að nýta öll þau tækifæri sem eru þó til staðar í landbúnaði því þetta er kannski eina strikið í reikningnum sem er í mínus en allt annað höfum við í hendi okkar hvað varðar landnæði og heilnæm matvæli og þar fram eftir götum.“ Matvælaráðherra, innviðaráðherra og aðrir þingmenn hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst í Salnum í Kópavogi klukkan eitt. „Þetta verður líka í beinu streymi á Vísi þannig við hvetjum alla til að fylgjast með því þetta varðar okkur öll sem neytendur.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira