Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Erling Haaland skoraði tvívegis á gervigrasinu á Wankdorf vellinum í Bern. getty/Harry Langer Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira