Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 18:32 Stúdentaráð hefur boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 vegna málsins. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira