„Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. október 2023 21:44 Ívar Ásgrímsson hefur ekki haft margar ástæður til að gleðjast í vetur Vísir/Anton Brink Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld. Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum