Opnar dyrnar fyrir Messi að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 09:30 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigurinn í Katar fyrir tæpu ári. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi gæti mögulega endaði landsliðsferilinn á óvæntan hátt næsta sumar. Góður vinur hans sem lék með honum í argentínska landsliðinu vill fá hann í sitt landslið. Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira