Norvik gerir yfirtökutilboð í nítján milljarða króna félag Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 10:07 Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við Byko, er aðaleigandi fjárfestingafélagsins Norvik. Norvik Norvik hefur sent tilkynningu til sænsku Kauphallarinnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði. Tilboðið hljóðar upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Heildarverðmæti hlutafjár Bergs er því áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 19,3 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis. Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis.
Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira