Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum
![„Ákaflega sterk fjárhagsstaða gefur okkur færi á annað hvort að greiða hluta til hluthafa eða fjármagna vöxt á næstu árum,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.](https://www.visir.is/i/43193D66BE4ACC9A060DB43938D14A64668C1046710C44F00200005263334215_713x0.jpg)
Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3DA1243B24D5CF8ED6FEE1A4C9D6830044A0B2973E396E05355294975C5AC373_308x200.jpg)
Ný útlán til fyrirtækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár
Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð.
![](https://www.visir.is/i/DCBACEFF36E9DAEF8CE00B205EE5E974BA26E13AFB177F8C3821BC7E341BE755_308x200.jpg)
Markaðurinn verið í „fýlu í langan tíma“ og vanmetinn um 37 prósent
Að meðaltali eru félögin sem Jakobsson Capital fylgir vanmetin um 36,5 prósent. „Markaðurinn er búinn að vera í gríðarlegri fýlu í langan tíma,“ segir í hlutabréfagreiningu. „Ólíklegt er að Seðlabankinn hækki vexti mikið meira“ en ósennilegt þykir að hlutabréfamarkaðurinn „taki mikið við sér áður en vextir lækka á ný.“
![](https://www.visir.is/i/C4E2904A055CFC12AD2BF4C3819FC99CAE5F4FB0F09590312BDD21A8E28EC66F_308x200.jpg)
Greinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir lélega upplýsingagjöf við sekt FME
Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs.