Taylor Swift orðin milljarðamæringur Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 16:11 Taylor Swift á tónleikum í New Jersey á árinu. Tónleikaferðalagi hennar á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. EPA/SARAH YENESEL Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira