Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 13:30 Drónamynd sem tekin var af þingfulltrúum fyrir fram Hótel Vík í Mýrdalshreppi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Aðsend Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna. Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira