Segir þrálátan orðróm um séra Friðrik hafa verið uppi árum saman Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. október 2023 13:43 Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Óttar Guðmundsson geðlæknir spyr sig hvort umræðan um meint brot séra Friðriks gegn ungum drengjum komi nokkrum á óvart. Orðrómurinn hafi legið í loftinu árum saman. Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á morgun, þar sem rætt var um mál séra Friðriks sem hafa verið í mikilli umræðu undanfarna daga. „Það sem ég kasta fram er að hvort þetta komi einhverjum á óvart? Manni finnst að þessi orðrómur hafi hangið í loftinu í mjög mörg ár,“ segir Óttar. „Að það væri eitthvað misjafnt í kringum KFUM og séra Friðrik sérstaklega. Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar mínir vildu ekki að ég færi í Vatnaskóg.“ Allt þetta kjass og strokur, faðmlög og tal um „drengina mína,“ hvað hann var að dást að þeim og þvíumlíkt, þetta var eitthvað sem fólki fannst óeðlilegt. Aðspurður um hvort orðrómurinn hafi þrátt fyrir allt ekki verið nógu sterkur til að brjótast upp á yfirborðið, segir Óttar að tímarnir séu aðrir nú. Á árum áður hafi þeir sem lent hafa í kynferðisofbeldi eða einhverskonar misbeitingu jafnvel verið skammaðir af foreldrum sínum fyrir að „ljúga upp á einhverja sómamenn.“ „Þetta var svo fjarlægt fólki, hlutir eins og barnahneigð. Fólk lokaði augunum fyrir þessu. En þetta var einhver orðrómur sem var í gangi og sumir foreldrar brugðust þannig við að ráðleggja börnunum sínum frá eða meina þeim að fara í þennan félagsskap.“ Ákveðinn samnefnari með Skeggja og séra Friðrik Kristján nefnir að mál séra Friðriks virðist ekki ósvipað mál Skeggja, fyrrum kennara í Lauganesskóla, sem sakaður um að hafa misnotað nemendur sína með ýmsum hætti. Óttar tekur undir að það sé ákveðinn samnefnari milli Skeggja og séra Friðriks. „Ég þvældist inn í það mál því ég var nemandi Skeggja í fjögur ár, ég var í Skeggjabekk. Ég kom í viðtal til Þorsteins J, þar sem ég gat einungis sagt mína hlið, sem var að Skeggi hafi verið besti kennari sem ég hafði haft á öllum mínum langa námsferli. Og ég reyndi hann aldrei að neinu misjöfnu.“ Það sé þetta tvöfalda eðli sumra manna, sem annars vegar geta verið dáðir kennarar sem öllum finnst mikið til koma, en svo eigi þeir sér svarta hlið. Líkt og Skeggi. „Séra Friðrik getur bæði verið þessi dáði æskulýðsleiðtogi sem gekk á guðs vegum, en hann getur líka verið þessi öfuguggi sem er að káfa á ungum drengjum. Annað útilokar ekki hitt,“ segir Óttar. „Gerandinn áttar sig ekki á því sem hann er að gera, því hann er í svo mikilli afneitun að hann réttlætir það fyrir sjálfum sér og sér ekkert athugavert við það. Ég er til dæmis búinn að vera með mjög marga einstaklinga í meðferð sem eru með barnagirnd. Enginn þeirra viðurkennir að hann hafi gerst brotlegur. Menn halda því yfirleitt fram að það hafi verið barnið sjálft sem hafði frumkvæðið að þessu og svo framvegis.“ Þetta er ansi flókið. Ég held að séra Friðrik hafi sennilega ekki séð neitt athugavert við sína hegðun. Enginn hafi brugðist við texta Megas Þá gerir Óttar kvæði Megasar af plötunni Far… þinn veg frá árinu 2001 að umtalsefni. Þar er hann að lýsa miðnæturstemningu í Reykjavík, þar sem er mikið fyllerí og mikið rugl. Fólk er gangandi um ælandi og þvíumlíkt. Þar segir hann að „Sívertsen standi á stalli sínum við Austurvöll en Austurstrætið er kjöti firrt. Svo segir hann „síra Friðrik saurinn graður, æ situr með allt niðurgirt.“ Óttar veltir fyrir sér hvers vegna enginn hafi brugðist við þessum texta. „Þarna kemur aftur þessi orðrómur. Hann er að gera grín af styttunni af séra Friðrik sem situr þarna í Lækjargötu með þennan litla dreng sér við hlið. Hann er að leika á þennan orðróm en viðbrögðin eru engin. Það eru einhverskonar samsæri þagnarinnar. Það eru einhverjir sem vita eða grunar en ekkert gerist.“ Kannski var samfélagið ekki undir það búið að takast á við svona hluti. Hann var með stöðu hins helga manns og enginn sem þorir að hreyfa við þeirri ímynd. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Trúmál Réttindi barna Félagasamtök Sprengisandur Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á morgun, þar sem rætt var um mál séra Friðriks sem hafa verið í mikilli umræðu undanfarna daga. „Það sem ég kasta fram er að hvort þetta komi einhverjum á óvart? Manni finnst að þessi orðrómur hafi hangið í loftinu í mjög mörg ár,“ segir Óttar. „Að það væri eitthvað misjafnt í kringum KFUM og séra Friðrik sérstaklega. Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar mínir vildu ekki að ég færi í Vatnaskóg.“ Allt þetta kjass og strokur, faðmlög og tal um „drengina mína,“ hvað hann var að dást að þeim og þvíumlíkt, þetta var eitthvað sem fólki fannst óeðlilegt. Aðspurður um hvort orðrómurinn hafi þrátt fyrir allt ekki verið nógu sterkur til að brjótast upp á yfirborðið, segir Óttar að tímarnir séu aðrir nú. Á árum áður hafi þeir sem lent hafa í kynferðisofbeldi eða einhverskonar misbeitingu jafnvel verið skammaðir af foreldrum sínum fyrir að „ljúga upp á einhverja sómamenn.“ „Þetta var svo fjarlægt fólki, hlutir eins og barnahneigð. Fólk lokaði augunum fyrir þessu. En þetta var einhver orðrómur sem var í gangi og sumir foreldrar brugðust þannig við að ráðleggja börnunum sínum frá eða meina þeim að fara í þennan félagsskap.“ Ákveðinn samnefnari með Skeggja og séra Friðrik Kristján nefnir að mál séra Friðriks virðist ekki ósvipað mál Skeggja, fyrrum kennara í Lauganesskóla, sem sakaður um að hafa misnotað nemendur sína með ýmsum hætti. Óttar tekur undir að það sé ákveðinn samnefnari milli Skeggja og séra Friðriks. „Ég þvældist inn í það mál því ég var nemandi Skeggja í fjögur ár, ég var í Skeggjabekk. Ég kom í viðtal til Þorsteins J, þar sem ég gat einungis sagt mína hlið, sem var að Skeggi hafi verið besti kennari sem ég hafði haft á öllum mínum langa námsferli. Og ég reyndi hann aldrei að neinu misjöfnu.“ Það sé þetta tvöfalda eðli sumra manna, sem annars vegar geta verið dáðir kennarar sem öllum finnst mikið til koma, en svo eigi þeir sér svarta hlið. Líkt og Skeggi. „Séra Friðrik getur bæði verið þessi dáði æskulýðsleiðtogi sem gekk á guðs vegum, en hann getur líka verið þessi öfuguggi sem er að káfa á ungum drengjum. Annað útilokar ekki hitt,“ segir Óttar. „Gerandinn áttar sig ekki á því sem hann er að gera, því hann er í svo mikilli afneitun að hann réttlætir það fyrir sjálfum sér og sér ekkert athugavert við það. Ég er til dæmis búinn að vera með mjög marga einstaklinga í meðferð sem eru með barnagirnd. Enginn þeirra viðurkennir að hann hafi gerst brotlegur. Menn halda því yfirleitt fram að það hafi verið barnið sjálft sem hafði frumkvæðið að þessu og svo framvegis.“ Þetta er ansi flókið. Ég held að séra Friðrik hafi sennilega ekki séð neitt athugavert við sína hegðun. Enginn hafi brugðist við texta Megas Þá gerir Óttar kvæði Megasar af plötunni Far… þinn veg frá árinu 2001 að umtalsefni. Þar er hann að lýsa miðnæturstemningu í Reykjavík, þar sem er mikið fyllerí og mikið rugl. Fólk er gangandi um ælandi og þvíumlíkt. Þar segir hann að „Sívertsen standi á stalli sínum við Austurvöll en Austurstrætið er kjöti firrt. Svo segir hann „síra Friðrik saurinn graður, æ situr með allt niðurgirt.“ Óttar veltir fyrir sér hvers vegna enginn hafi brugðist við þessum texta. „Þarna kemur aftur þessi orðrómur. Hann er að gera grín af styttunni af séra Friðrik sem situr þarna í Lækjargötu með þennan litla dreng sér við hlið. Hann er að leika á þennan orðróm en viðbrögðin eru engin. Það eru einhverskonar samsæri þagnarinnar. Það eru einhverjir sem vita eða grunar en ekkert gerist.“ Kannski var samfélagið ekki undir það búið að takast á við svona hluti. Hann var með stöðu hins helga manns og enginn sem þorir að hreyfa við þeirri ímynd.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Trúmál Réttindi barna Félagasamtök Sprengisandur Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05