Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2023 08:00 Gunnar Nelson og Stefán Fannar í Mjölni Vísir/Sigurjón Ólason Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“ MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira