Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2023 08:00 Gunnar Nelson og Stefán Fannar í Mjölni Vísir/Sigurjón Ólason Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti