Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Lagt er til  að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir mikinn fjölda geta leitað til nefndar um sanngirnisbætur. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá kemur Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í settið til að ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísland greiddi ekki atkvæði með ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni á föstudag, sem hefur verið mjög gagnrýnt.

Landris heldur áfram við Þorbjörn en sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir of snemmt að tala um tímasetningu og staðsetningu mögulegs eldgoss.

Við kíkjum þá í heimsókn til ungrar konu sem hefur varið allri helginni í bananabrauðsbakstur til handa þeim sem minna mega sín.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×