Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2023 23:17 Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki en eftir samráðsgáttina var hámarksfjárhæðin hækkuð í fimm. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum