1-5% af öllu plasti í sjónum má rekja til eyrnapinna
Á hverju ári seljast rúmlega 500 milljarðar eyrnapinna á heimsvísu sem kosta jörðina um 220 milljón kg af CO2 losun og má rekja 1–5% af öllu því plasti sem endar í sjónum til eyrnapinna. Einnig seljast árlega 647 milljarðar blautþurrka til að hreinsa burt förðun og áætlað er að um 770 milljónir kg af CO2 losni út í andrúmsloftið við framleiðsluna. 28 milljónir trjáa eru notuð sem hráefni í þurrkurnar og sýna þessar tölur því glögglega öll þau skaðlegu áhrif sem skapast af einnota hreinlætisvörum.
En hvað ef einnota hreinlætisvörur heyra nú sögunni til?

LastSwab eru fjölnota eyrnapinnar í öllum skilningi. Þeir hafa mismunandi hausa sem má nota í mismunandi tilgangi og hægt er að þvo þá með sápu og vatni og nota aftur og aftur. Hvern eyrnapinna má þvo 1.000 sinnum – og þannig koma í veg fyrir að 1.000 eyrnapinnar endi í landfyllingum eða í sjónum.
Einnota bómullarskífur hafa einnig stórt kolefnisspor en nú eru þær orðnar óþarfar. LastRound skífurnar eru harðar viðkomu en verða dúnmjúkar þegar þú bleytir þær. Þær má þvo í þvottavél í sérstökum pokum og nota aftur og aftur, eða allt að 250 sinnum.

Hingað til hafa viðskiptavinir LastObject tekið rúmlega 3 milljarða einnota vara úr umferð. Markmið fyrirtækisins er að hækka þessa tölu í 50 milljarða fyrir árið 2025.
Hreinsa og endurvinna plast úr sjó
Vörurnar frá LastObject eru í litríkum hylkjum úr endurunnu sjávarplasti – svo hver fjölskyldumeðlimur getur átt sinn lit. Fyrirtækið heitir því að hreinsa 1 pund af plasti úr sjónum fyrir hverja pöntun í samstarfi við Plastic For Change. Plastið er hægt er að endurvinna og endurnýta og þannig sýnir fyrirtækið samfélagsábyrgð og umhverfisvernd í verki.
Last Object bíður einnig upp á förðunar kit sem er sérstaklega hannað til þess að betrumbæta förðunina og hefur farið sigurför um heiminn á meðal förðunarfræðinga.

Last object vörurnar fást nú í Lyf og heilsu, Hagkaup og Krónunni
Um LastObject:
Fyrirtækið stofnuðu systkinin Isabel og Nicolas Aagaard og Kåre Frandsen frá Danmörku. Markmið þeirra er að útrýma einnota snyrtivörum og bjóða viðskiptavinum hagnýta fjölnota kosti. Í vörunum eru aðeins úrvalsefni og engin skaðleg efni eða eiturefni. LastObject er vottað B Corp og tilheyrir alþjóðlegum flokki fyrirtækja sem lætur gott af sér leiða.