Skilur ekki stjórnmálafólk sem horfi upp á ástandið í samfélaginu Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 12:27 Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að helsta niðurstaða þings SGS, sem lauk á föstudag, hafi verið að ganga til kjarasamninga með það að markmiði að semja í anda lífskjarasamningsins svokallaða. Þá segist hann ekki skilja stjórnmálafólk sem hafi lítinn áhuga á því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan: Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan:
Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira