Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:21 „Lyklamaðurinn“ svokallaði á að baki sakaferil sem nær allt til ársins 2007. Hann hlaut dóm fyrir að rispa bíla síðast í sumar. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17