Fimmtán ára gamall koss orðinn að hitamáli í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 11:00 Charlotte Kalla hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum þar á meðal HM-gull og Ólympíugull. Getty/Matthias Hangs Sænski leikarinn og grínistinn Peter Settman smellti óumbeðnum kossi á sænsku íþróttastjörnuna Charlottu Kalla árið 2008. Hann þarf nú að svara fyrir hann fimmtán árum síðar. Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira