Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. október 2023 21:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir rafhlaupahjólin ágætan samgöngumáta séu þau notuð skynsamlega og telur skorta fræðslu. vísir/Sigurjón Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni á síðasta ári var á rafhlaupahjóli, eða fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- eða heilaskaða eftir slysin. Það eru alvarlegustu tilfellin en slysin eru mun fleiri. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir að yfir sumarmánuðina leiti tveir til þrír á bráðamóttökuna á hverjum degi eftir slys á rafhlaupahjóli. Ef einungis er horft á tímabilið frá júní til ágúst eru slysin því gróflega áætlað hátt í þrjú hundruð. „Þegar fólk fellur á rafskútum er það oft á talsverðum hraða. Fellur oft fram fyrir sig og nær lítið að bera fyrir sig hendurnar þannig að það skellur oft beint á höfuðið og andlitið. Þá erum við að sjá heilaáverka en við erum líka að sjá ljóta skurði í andliti. Við erum að sjá mikið um tannáverka og annað sem getur haft varanlegar afleiðingar og valdið varanlegum lýtum hjá fólki,“ segir Hjalti. Stór hluta slysanna tengist skemmtanalífinu og Hjalti ítrekar að fólk undir áhrifum eigi ekkert erindi á hjólin. „Það er alls ekki sniðugt að vera ölvaður á rafhlaupahjóli. Ekki frekar en það er skynsamlegt að vera ölvaður að höndla vélsög, borvél eða klifra upp í stiga. Þannig ég mæli sérstaklega með því að ef fólk hefur áfengi eða aðra vímugjafa um hönd að fara varlega og fara ekki á rafhlaupahjólin.“ Ung börn á bráðamóttöku Hann hefur þó einnig áhyggjur af hlutdeild barna í slysunum og mælir eindregið gegn því að börn og unglingar noti hjólin. „Það er svolítið áberandi hér á Íslandi hvað það eru merkilega mörg börn og jafnvel ung börn sem eru að koma eftir rafhlaupahjólaslys og ég held að við þurfum aðeins að endurskoða það hversu ungum börnum er hleypt á þessi tæki. Það er miklu heilbrigðara fyrir þau að ferðast fyrir eigin vélarafli á reiðhjólum og því fylgir minni slysatíðni og ég skil ekki af hverju foreldrar eru að borga fjárhæðir til þess að auka slysalíkur barna sinna og láta þau hreyfa sig minna,“ segir Hjalti. Hjalti mælir gegn því að börn og unglingar noti rafhlaupahjólin. Töluvert er um að börn ferðist um á hjólunum og jafnvel nokkur í einu. Hér má sjá þrjú börn á einu hjóli. Eitt situr fremst og tvö standa.Vísir/Kompás Þá sé fólk sé að keyra rafhlaupahjólin á allt of miklum hraða. „Það virðist sem talsvert af þessum alvarlegri áverkum verði út af því að fólk hafi átt við hraðastillingar. Rafhlaupahjól eru ágætis ferðamáti og umhverfisvænn innan borga ef fólk notar þau skynsamlega. En að vera á þessum litlu dekkjum á jafnvel fimmtíu til sextíu kílómetra hraða er stórhættulegt og skapar að sjálfsögðu mikla hættu fyrir aðra ef það er til dæmis á hjólastígum á þessum hraða,“ segir Hjalti. Á hverjum degi leituðu um tveir til þrír á bráðamóttökuna vegna rafhlaupaslys, eða hátt í þrjú hundruð yfir hásumarið.vísir Hann segist hlynntari fræðslu um rafhlaupahjólin en takmörkunum á notkun þeirra. „Ég held að við eigum að halda áfram að fræða fólk um að nota ekki þessi tæki undir áhrifum áfengis. Ég held að við ættum að hvetja börn til að nota annan samgöngumáta en við megum heldur ekki gleyma því hvað einkabíllinn er mikill skaðvaldur í borgum. Hvað við missum marga í bílslysum, hvað loftmengun veldur miklu tjóni. Þannig að við þurfum að tryggja það að fólk hafi val í samgöngumáta en alveg eins og við þurftum öll að læra umferðarreglurnar til að keyra bíla þurfum við að þjálfa okkur betur og fræða fólk um hvernig við notum þetta,“ segir Hjalti. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Landspítalinn Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni á síðasta ári var á rafhlaupahjóli, eða fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- eða heilaskaða eftir slysin. Það eru alvarlegustu tilfellin en slysin eru mun fleiri. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir að yfir sumarmánuðina leiti tveir til þrír á bráðamóttökuna á hverjum degi eftir slys á rafhlaupahjóli. Ef einungis er horft á tímabilið frá júní til ágúst eru slysin því gróflega áætlað hátt í þrjú hundruð. „Þegar fólk fellur á rafskútum er það oft á talsverðum hraða. Fellur oft fram fyrir sig og nær lítið að bera fyrir sig hendurnar þannig að það skellur oft beint á höfuðið og andlitið. Þá erum við að sjá heilaáverka en við erum líka að sjá ljóta skurði í andliti. Við erum að sjá mikið um tannáverka og annað sem getur haft varanlegar afleiðingar og valdið varanlegum lýtum hjá fólki,“ segir Hjalti. Stór hluta slysanna tengist skemmtanalífinu og Hjalti ítrekar að fólk undir áhrifum eigi ekkert erindi á hjólin. „Það er alls ekki sniðugt að vera ölvaður á rafhlaupahjóli. Ekki frekar en það er skynsamlegt að vera ölvaður að höndla vélsög, borvél eða klifra upp í stiga. Þannig ég mæli sérstaklega með því að ef fólk hefur áfengi eða aðra vímugjafa um hönd að fara varlega og fara ekki á rafhlaupahjólin.“ Ung börn á bráðamóttöku Hann hefur þó einnig áhyggjur af hlutdeild barna í slysunum og mælir eindregið gegn því að börn og unglingar noti hjólin. „Það er svolítið áberandi hér á Íslandi hvað það eru merkilega mörg börn og jafnvel ung börn sem eru að koma eftir rafhlaupahjólaslys og ég held að við þurfum aðeins að endurskoða það hversu ungum börnum er hleypt á þessi tæki. Það er miklu heilbrigðara fyrir þau að ferðast fyrir eigin vélarafli á reiðhjólum og því fylgir minni slysatíðni og ég skil ekki af hverju foreldrar eru að borga fjárhæðir til þess að auka slysalíkur barna sinna og láta þau hreyfa sig minna,“ segir Hjalti. Hjalti mælir gegn því að börn og unglingar noti rafhlaupahjólin. Töluvert er um að börn ferðist um á hjólunum og jafnvel nokkur í einu. Hér má sjá þrjú börn á einu hjóli. Eitt situr fremst og tvö standa.Vísir/Kompás Þá sé fólk sé að keyra rafhlaupahjólin á allt of miklum hraða. „Það virðist sem talsvert af þessum alvarlegri áverkum verði út af því að fólk hafi átt við hraðastillingar. Rafhlaupahjól eru ágætis ferðamáti og umhverfisvænn innan borga ef fólk notar þau skynsamlega. En að vera á þessum litlu dekkjum á jafnvel fimmtíu til sextíu kílómetra hraða er stórhættulegt og skapar að sjálfsögðu mikla hættu fyrir aðra ef það er til dæmis á hjólastígum á þessum hraða,“ segir Hjalti. Á hverjum degi leituðu um tveir til þrír á bráðamóttökuna vegna rafhlaupaslys, eða hátt í þrjú hundruð yfir hásumarið.vísir Hann segist hlynntari fræðslu um rafhlaupahjólin en takmörkunum á notkun þeirra. „Ég held að við eigum að halda áfram að fræða fólk um að nota ekki þessi tæki undir áhrifum áfengis. Ég held að við ættum að hvetja börn til að nota annan samgöngumáta en við megum heldur ekki gleyma því hvað einkabíllinn er mikill skaðvaldur í borgum. Hvað við missum marga í bílslysum, hvað loftmengun veldur miklu tjóni. Þannig að við þurfum að tryggja það að fólk hafi val í samgöngumáta en alveg eins og við þurftum öll að læra umferðarreglurnar til að keyra bíla þurfum við að þjálfa okkur betur og fræða fólk um hvernig við notum þetta,“ segir Hjalti.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Landspítalinn Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira