Vel undirbúin fari að gjósa Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 20:00 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira