Mun ekki klippa hárið til að fá stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 11:01 Gifton Noel-Williams stýrði kvennaliði Watford tímabundið. Getty/Richard Heathcote Gifton Noel-Williams er ekki beint stjóratýpan þegar kemur að útlitinu. Hann ætlar heldur ekki að breyta því og í grein hjá BBC er bent á hvort að það sé kominn tími til að breyta þessu. Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér. Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér.
Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira